STEM Spjallið

STEM Spjallið er hlaðvarpsþáttur sem býður upp á viðtöl við einstaklinga í samfélaginu sem á einhvern hátt tengjast STEM greinum. Hvort sem það tengist náttúrunni, rannsóknum, tæknimálum eða starfsemi fyrirtækja, STEM í samfélaginu hefur það að markmiði að auka STEM vitund í samfélaginu.

Listen on:

  • Podbean App

Episodes

Thursday Feb 09, 2023

Sigurður Narfi Rúnarsson, kennari við Framhaldsskólann á Húsavík, er nýjasti gestur STEM spjallsins. Hann skrifaði M.ed. ritgerð sína um mikilvægi tölvu- og tæknimenntar fyrir framtíðina. Í STEM spjallinu ræðum við um STEM kennslu, Arduino og annars konar forritun og mikilvægi þess að fá að fikta og prófa sig áfram.

Wednesday Jan 11, 2023

Valgeir Sigurðsson, eða Valli, starfar á STÉTTINNI á Húsavík sem hugbúnaðarsérfræðingur hjá heilbrigðis-tæknifyrirtækinu Össuri. Össur er alþjóðlegt fyrirtæki sem sérhæfir sig í framleiðslu stoðtækja og stuðningsvara. 
En hvað gerir hugbúnaðarsérfræðingur hjá Össuri?

Image

STEM Spjallið

STEM Spjallið er hlaðvarpsþáttaröð á vegum STEM Húsavík og liður í því að auka vitneskju um STEM í samfélaginu. 

Þáttastjórnandi er Huld Hafliðadóttir sem fær til sín gesti sem á einhvern hátt tengjast STEM (vísindi, tækni, verkfræði, stærðfræði) í samfélaginu, en markmið STEM spjallsins er að vekja athygli á fjölbreyttum birtingarmyndum STEM í samfélaginu, allt frá kennsluaðferðum og rannsóknum, yfir í atvinnulíf, iðnað og einstök og áhugaverð störf.

Ef þú hefur ábendingar um áhugaverðan viðmælandi fyrir STEM Spjallið, ekki hika við að hafa samband: stem@stemhusavik.is

Þessi hlaðvarpsþáttaröð er styrkt af Samfélagssjóði Landsvirkjunar.

Copyright 2023 All rights reserved.

Podcast Powered By Podbean

Version: 20240320